Sunnudagsmorgun 6. nóv. kl. 11 mun Arnór organisti leiða söng undir ukulelespil í lágstemmdri messu sem sr. Erla annast í þjónustu. Marín, Helga og Grybos leiða sunnudagaskólann á sama tíma. Fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð í boði í Kirkjulundi.

Sunnudagskvöld 6. nóv kl. 20 er allra heilagra messa haldin hátíðleg. Starfsfólk Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekur þátt í messunni. Við minnumst látinna ástvina er nöfn þeirra verða lesin upp. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla og sr. Fritz þjóna. Að lokinni messu býður kirkjan og HSS upp á kaffi og kruðerí í Kirkjulundi.