Sunnudaginn 7. nóvember kl. 11 bjóðum við til fjölskyldumessu fyrir allan aldur sem vill koma og gleðjast í kirkjunni. Regnboðaraddir syngja undir stjórn Freydísar Kneifar, Helga og Alexander leiða stundina ásamt sr. Erlu.
Sunnudagskvöldið 7. nóvember kl. 20 bjóða Keflavíkurkirkja og starfsfólk á Heilbriðgisstofnun Suðurnesja bjóða til allra heilarga messu. Starfsfólk HSS les upp nöfn þeirra sem létust á stofuninni og prestar lesa upp nöfn þeirra sem skráð eru í prestþjónustubækur Keflavíkurkirkju, frá allra heilagra messu á síðasta ári. Prestarnir taka við ábendingum um nöfn þeirra, sem látist hafa annars staðar á þessum tíma ef aðstandendur vilja minnast þeirra á þennan hátt í Keflavíkurkirkju.

Sr. Erla og sr. Fritz Már þjóna. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista. Að lokinni messu býður starfsfólks HSS og Keflavíkurkirkja uppá kvöldkaffi.