Sunnudaginn 26. október eru tvær guðsþjónustur. Sú fyrri er að vanda kl. 11:00. Barnastarf fer fram á sama tíma í umsjón sr. Erlu Guðmundsdóttur, Systu, Esther og Önnu Huldu. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða sönginn undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Messuþjónar lesa texta og sjálfboðaliðar reiða fram veitingar að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.

Kl. 20:00 er svo bleik messa í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Guðmundur Björnsson segir frá starfseminni, Anna Lóa Ólafsdóttir og Sigríður Jóna Jónsdóttir lesa ritningartexta og ræðumaður verður Sigurbjört Kristjánsdóttir. Seríurnar sjá um söng og leik ásamt Arnóri Vilbergssyni sem er við hljóðfærið. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.