Síðasta sunnudag voru systurnar Marta og María til umfjöllunar og næstkomandi sunnudag verða þær enn með okkur. Guðspjallið fjallar einmitt um upprisu Lasarusar, bróður þeirra.

Að vanda er messan kl. 11 með söng frá kórfélögum Kórs Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs organista. Helga JAkobsdóttir er messuþjónn. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.

Sunnudagaskólinn er á sama tíma. Systa og leiðtogar leiða söng, bæn og biblíusögu.

Súpuþjónar og fermingarforeldrar bera fram súpu og brauð frá Sigurjónsbakarí.