Fimmtudagskvöldið 15. janúar kl. 20:00 er Tímamótakvöld í Keflavíkurkirkju. Þá mætir Maggi Kjartans með Sönghóp Suðurnesja. Þessi nafntogaði Keflvíkingur rifjar upp frásagnir úr bernskunni, einkum þær sem tengjast Keflavíkurkirkju. Hann söng í barnakór kirkjunnar og lék sér á lóðinni. Þá var hann í fyrsta fermingarbarnahópnum þar sem strákarnir höfðu axlarsítt hár og vildu hafa háa hæla undir skótauinu. Aðgangur er ókeypis og allir eru að sjálfsögðu … velkomnir!

Keflavíkurkirkja bítlaáranna