Sunnudaginn 2. nóvember eru þrjár messur á dagskrá í Keflavíkurkirkju. Kl. 11:00 er guðsþjónusta og barnastarf að vanda. Arnór Vilbergsson er við orgelið, Sr. Erla Guðmundsdóttir, Systa, Esther og Anna Hulda stýra barnastarfinu. Messuþjónar lesa texta. Sjálfboðaliðar bera fram krásir að messu lokinni. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.
Sérstök athygli er vakin á allra heilagra messu kl. 14:00 en hún fer fram í samstarfi við starsfólk HSS. Einstaklinga sem létust á árinu, verður minnst. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar býður til kaffisamsætis að messu lokinni. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og Kór Keflavíkurkirkju syngur verk úr þekktum sálumessum. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson.
Um kvöldið kl. 20:00 er æðruleysismessa í samstarfi við AA félaga. Vitnisburður fluttur og létt tónlist. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.