Sunnudag 11.desember kl. 11:00 verður Jólaball í Keflavíkurkirkju, byrjum með helgistund í kirkjunni förum síðan í Kirkjulund þar sem hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leiðir jólatréssöng í Kirkjulundi. Jólasveinar koma í heimsókn.
Kl. 20:00: Nú mega jólin koma fyrir mér. Helgistund í Keflavíkurkirkju með jólasöngvum sem allir þekkja og uppáhaldssögu prestsins fyrir alla yngri sem eldri.
Verið öll innilega velkomin