Á miðvikudag kl.12 verður kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Við komum saman og njótum þess að eiga saman góða stund í kapellunni, leitum inn á við njótum tónlistar og góðra orða. Gæðakonur bjóða okkur síðan upp á eðalsúpu og brauð í Kirkjulundi eftir stundina.
Á föstudag kl.12 er kyrrðarbænastund í Kapellu vonarinnar. Bænin er einföld ogþeim sem hafa ekki komið áður er boðið upp á kynningu á bæninni áður en bænastundin hefst. Hóparnir eru opnir öllum, það eina sem þarf er að mæta og kynna sér málið. Njótum þess að kyrra hugann og taka þátt í hljóðri bæn.
Á sunnudag kl.11 er messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju. Jóhanna, Helga og Ingi leiða sunnudagaskólastarfið með sögum, leikritum og söng. Sérstaklega skemmtileg stund fyrir yngstu kynslóðina og aðstandendur þeirra. Á sama tíma er messa í kirkjunni. Arnór Vilbergsson og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng og tónlist. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Guðspjall dagsins segir frá því þegar Jesús læknaði blindan mann. Messuþjónn verður Garðar Snorri Guðmundsson. Eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð frá Sigurjónsbakaríi í Kirkjulundi.
Allir eru alltaf velkomnir í Keflavíkurkirkju.