Þriðjudaginn 12.nóvember kl.18 verður bænastund í kapellu Vonarinnar, Systa leiðir stundina.

Miðvikudaginn 13.nóvember kl.12 er kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar þar sem við komum saman og njótum góðra orða og tónlistar. Gæðakonur bjóða upp á súpu eftir stundina.

Miðvikudaginn 13.nóvamber kl.17.30 er sorgarerindi í Kapellu Vonarinnar, Séra Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahússprestur ræðir við okkur um sorg og fíkna. Birtingrmyndir fíknarinnar eru fjölbreyttar og áhrif á fjölskyldur er mikil, ein birtingarmynd fíknarinnar er sorg.

Föstudaginn 15.nóvember kl.12 er kyrrðarbæn í kapellu vonarinnar. Við komum saman í hljóðri bæn og njótum kyrðarinnar í 20.mínútur. Albert Albertsson leiðir stundina.

Sunnudaginn 17.nóvember kl.11 er messa og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju. Arnór Vilbergsson og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng og tónlist. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Messuþjónar lesa ritningarlestra. Eftir messu er súpusamfélag í Kirkjulundi.

Allir innilega velkomnir