Sunnudaginn 14. október kl.11 verður taize messa í Keflavíkurkirkju. Slík messa á uppruna sinn að rekja til Suður Frakklands nánar tiltekið til bæjarins Taizé.

Kórfélagar, undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista, syngja taize sálma sem byggist á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar.

Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Fermingarforeldrar reiða fram súpu. Jón Ísleifsson kemur með brauð sem Sigurjónsbakarí gefur. Systa og sunnudagaskólaleiðtogar halda uppi fræðslu og fjöri fyrir yngri sem eldri í sunnudagaskólasamfélagi.