Á annan sunnudag í aðventu er guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00. Arnór Vilbergsson er við hljóðfærið og leiðir söng félaga úr Kór Keflavíkurkirkju. Sr. Erla Guðmundsdóttir, Esther, Anna Hulda og Systa stýra barnastarfinu. Messuþjónar lesa texta og sjálfboðaliðar reiða fram veitingar að messu lokinni.

kl. 20:00 er sönghátíð Vox Felix sem syngur jólalög undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.