Sigrum við illt með illu? Ofbeldi með meira ofbeldi? Jesús rekur út illan anda, Beelsebúl, höfðingi illra anda kemur aftur við sögu í guðspjalli dagsins og Jesús þarf að svara því hvernig hann fór að því að reka út andann illa.

Barn verður borið til skírnar í messunni. Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Boðið verður uppá dýrindis súpu frá Skólamat að lokinni messu.

Útvarpað er á Hljóðbylgjan á Suðurnesjum fm 101.2