Öskudagurinn markar upphaf föstunnar þegar við lítum inn á við og undirbúum komu páskanna. Hvort sem við ætlum að gera það með því að halda í við okkur í mat og drykk, netnotkun eða fasta á annan hátt þá er fastan tilvalinn tími til þess að skoða hvað það er í lífi okkar sem hamlar. Í guðspjalli sunnudagsins heyrum við þegar Jesú var freistað og tökum fagnandi á móti föstunni.
Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Messuþjónar verða hjónin Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakopsson. Boðið verður uppá súpu að lokinni messu.
Útvarpað er á Hljóðbylgjan á Suðurnesjum fm 101.2