Kæru vinir, eins og ljóst er orðið þá verður hvorki messa né sunnudagaskóli í kirkjunni okkar á sunnudaginn. Við munum setja tengil inn á facebook á útvarpsmessu sem byrjar kl.11 á sunnudag og sömuleiðis verður hægt að horfa á sunnudagaskólann á youtube rás barnastarfs kirkjunnar, en það er hægt að komast þar inn með því að fara inn á eftirfarandi tengil: https://www.youtube.com/results?search_query=barnastarf+kirkjunnar og velja að gerast subscriber. Við munum svo setja inn efni og skilaboð til ykkar af og til þannig að fylgist endilega með okkur. Með bestu kveðju og Guðs blessun til ykkar allra.