Kæru vinir,

við í kirkjunni gerum okkar besta til að bæta það upp að geta ekki haldið messur, sunnudagaskóla og annað það sem kirkjan að öllu jöfnu býður upp á. Í dag verður eftirfarandi efni í boði á facebook síðu Keflavíkurkirkju:

Sunnudagaskólinn er kominn inn og hægt að horfa á hann

Tengill á útvarpsmessu verður settur inn þegar messan hefst kl.11

Klukkum kirkjunnar verður hringt kl.12 og í kjölfarið setjum við Guðs orð og bæn á facebook

Kl.17 verður helgistund send út á Visir.is og við munum setja tengil á fecebook síðuna

Í kvöld setjum við svo inn ör-helgistund frá okkur

Þannig að það er nóg í boði og ekki þarf að gera annað en að velja tenglana til að sjá efnið sem um ræðir ef það er ekki sett beint fram á síðunni. Verið dugleg að fylgjast með á facebook. Njótið kæru vinir og Guð blessi ykkur öll og geymi.