Kæru vinir,

Sunnudaginn 28.nóvember verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Keflavíkurkirkju kl.11. Sunnudagurinn er fyrsti sunnudagur í aðventu og því fáum við að sjá spádómskertið loga á aðventukrönsunum okkar. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari og Arnór Vilbergsson ásamt félögum úr kór Keflavíkurkirkju leiða okkur áfram í tónlist og sálmasöng.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í Kirkjulundi í umsjón Marínar, Helgu og Grýposar. Verið öll innilega velkomin.