Verið hjartanlega velkomin í „rafmagnaða“ U2 messu með hljómsveit í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld 26. maí kl. 20!

Sr. Fritz Már þjónar ásamt Þóreyju og Helgu sem eru messuþjónar.

Arnór organisti hefur útsett U2 lög og búið er að þýða og staðfæra texta á íslensku ef okkar eigin hirðskáldum Ómari og Sóla.

Kórmeðlimir sjá um að flytja einsöng og dúetta í nokkrum lögum.

Kórinn leggur svo land undir fót og heldur til Dyflinnar í byrjun júní þar sem messan verður flutt í St. Ann´s kirkju sem staðsett er í hjarta borgarinnar.

Frítt er inn en tekið er á móti frjálsum framlögum í ferðasjóð kórsins.

Við hlökkum til að sjá sem flesta njóta með okkur.