Öldum saman urðu Keflvíkingar að sækja kirkju á Útskálum en sunnudagsbíltúr í Útskálakirkju er einmitt dagskrá þessa sunnudags er gamla sóknarkirkjan verður heimsótt. Systa mætir með gítarinn og leiðir létta söngva ásamt að segja biblíusögu. Sr. Erla veitir  fróðleik um kirkjuna.

Boðið verður upp á kaffi, safa og heimabakaðar súkkulaðibitakökur. Tilvalið að koma með smurt að heiman sem vonandi verður hægt að snæða upp við kirkjuvegg. Verið öll velkomin og klædd eftir veðri.