Sunnudagaskólinn hefst á ný 10. september kl. 11. Í vetur verður hann sem fyrr í umsjón Systu, Helgu, Jóns Árna og Jóhönnu Maríu. Bænir, biblíusögur, söngur, líf og fjör alla sunnudaga í vetur kl. 11.

Á sama tíma eru vikulegar messur þar sem Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista.

Í lokin bjóða fermingarforeldrar uppá súpu og brauð í Kirkjulundi.

Verið öll velkomin í upphafi vetrarstarfs Keflavíkurkirkju