Kæru vinir,

á sunnudaginn 26 janúar kl.11, verður og sunnudagaskóli og lopapeysumessa í Keflavíkurkirkju. Karlaraddir Kórs Keflavíkurkirkju leiða söng og tónlist undir stjórn Arnórs VIlbergssonar. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Messuþjónar lesa texta og að sjálfsögðu mæta allir í lopapeysum í tilefni bóndadags og Þorra. Eftir stundina bjóða kvenraddir kórs Keflavíkurkirkju upp á súpu í Kirkjulundi. Allir innilega velkomnir.