Sunnudag 3. desember kl. 11 er sunnudagaskóli með biblíusögu, bænum, brúðum og söngvum undir leiðsögn Bergrúnar Daggar Bjarnadóttur, Alexanders Grybos og Helgu Sveinsdóttur.

Sunnudagskvöld 3. desember kl. 20 er aðventukvöld með hátíðarblæ er Kór Keflavíkurkirkju syngur klassíska jólasálma og aðrar jólaperlur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Jónína Guðbjörg og Páll Reykdal eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir leiðir stundina.