Fjölskyldumessa verður haldin sunnudagin 13 nóvember kl.11. Helga, Grybos og Marín leiða stundina, brúðuleikhús, söngur og sögur. Regnbogaraddir færa okkur fallegan söng. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari. Súpusamfélag í kirkjulundi eftir stundina.
Um kvöldið kl.20 verður svo Jóa Helga messa. Kór Keflavíkurkirkju ásamt Jóhanni Helgasyni og frábærum gestasöngvurum, þeim Páli Rósinkranssyni og Sigríði Guðnadóttur sjá um að flytja lög Jóhanns Helgasonar. Hvort tveggja verða flutt eldri lög og lög af nýrri plötu Jóhanns þar sem flutt verða lög hans við texta Sigurbjörns Þorkelssonar.
Verið öll innilega velkomin