Næsta sunnudag þann 14. apríl eru fermingarmessur í Keflavíkurkirkju kl. 11 og kl. 13:30 þar sem börn í Holtaskóla munu segja já við að hafa Jesú Krist sem leiðtoga lífs síns.

Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs organista. Systa og Þórey eru messuþjónar og prestar eru sr. Erla og sr. Fritz Már.

Verið hjartanlega velkomin.