Píeta samtökin bjóða upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi. Stuðningshópurinn er góður vettvangur fyrir aðstandendur til að hittast og geta bæði veitt öðrum stuðning og sótt fyrir sig sjálfan. Hópurinn hittist þriðja mánudag í mánuði í Keflavíkurkirkju kl: 17:30, gengið inn bakatil.
Benedikt Þór Guðmundsson ráðgjafi og aðstandandi leiðir samveruna.