sorgin-og-fjolsk

Vigfús Bjarni Alberbertsson flytur erindi sem ber yfirskriftina Sorgin og fjölskyldan í Keflavíkurkirkju mánudagskvöldið 28. nóvember klukkan 20:00.

Vigfús Bjarni er sjúkrahúsprestur á Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi og hefur starfs síns vegna mætt fólki við erfiðar aðstæður og fylgt því í úrvinnslu áfalla og sorgar. Hann hefur lokið framhaldsnámi í sorgar- og áfallavinnu frá Bandaríkjunum.  Hann fjallar hér um sorg og sorgarviðbrögð í fjölskyldum. Að finna til sorgar er sammannlegt og ætti engin sem telur sig hafa þörf fyrir að hlusta að láta erindið fram hjá sér fara.

Verið velkomin