Kæru vinir,

miðvikudaginn 7.október kl.17.30 verður fyrsta sorgarerindi haustsins í Keflavíkurkirkju. Þá mun Dr.Bjarni Karlsson sálgætir og fyrrum prestur í Laugarneskirkju koma til okkar og fjalla um atvinnuleysi og sorg. Atvinnuleysi veldur oft áföllum í lífi fólks. og hefur mikil áhrif á líf þess, og fjölskyldur þeirra er missa vinnu. Ótti við framtíðina, tekjumissi og jafnvel fátækt er eitthvað sem fólk þarf að glíma við auk þess sem lífið allt breytist.

Allir eru innilega velkomnir.