Kæru vinir á miðvikudag kl.17.30 verður sorgarerindi í Keflavíkurkirkju, Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahússprestur kemur til okkar og flytur erindi um makamissi og sorg.

Kl.20 á miðvikudag verður eins og alltaf á fyrsta miðvikudegi í hverjum mánuði æðrulesismessa í Keflavíkurkirkju. Séra Fritz Már leiðir stundina, Rafn Hlíðkvist færir okkur tónlistina og félagi deilir með okkur reynslu, styrk og vonum. Yndislegt að hittast og eiga saman rólega og uppbyggjandi stund í kirkjunni.

Allir innilega velkomnir

p.s. að sjálfsögðu er messa og sunnudagaskóli á sunnudag en við segum frá því síðar í vikunni.