Díana Ósk Óskarsdóttir prestur á Barnaspítala hringsins og kvennadeildum LSH mun fjalla um missi á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Lífið sem kviknar í móðurlífi ber með sér von, eftirvæntingu og drauma, til dæmis drauma um stækkaða fjölskyldu. Þegar lífið deyr á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu er missirinn mikill. Sorgin sem fylgir er djúp og samskipti fjölskyldunnar geta orðið flókin. Verið öll innilega velkomin