Styrkur Suðurnesja liggur í tónlistinni en síðustu þrjú ár hafa Arnór organisti og kórfélagarnir Dagný Maggýar og Elmar Þór staðið fyrir tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. Hluta af þeim lögum sem flutt voru í tónleikaröðinni mun Elmar Þór syngja og Arnór spila undir í komandi sunnudagsmessu. Á milli laga segir Dagný frá tengslum trúar og tónlistar, sögu og samfélagi söngvaldáldanna við kirkjuna.

Á sama tíma er sunnudagaskóli í umsjón Helgu, Jóhönnu og Inga Þórs. Súpa og brauð lagt á borð af súpuþjónum og fermingarforeldrum. Sr. Erla þjónar og messuþjónar sinna umgjörðinni.