Söngur, gleði og kraftur!!
Skapandi starf í söng og leik fer af stað í Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 17. nóvember næstkomandi. Starfið fer fram í Kirkjulundi á þriðjudögum kl. 18-19:15 og er ætlað börnum í 3.- 7. bekk.
Leiðbeinendur eru Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Íris Dröfn Halldórsdóttir. Auk þess að vera með langa reynslu af að starfa með börnum sem grunnskólakennarar hafa þær verið virkar í söng- og leiklistarstarfi með börnum og ungmennum í mörg ár. Keflavíkurkirkja fékk að njóta krafta þeirra við uppsetningu á söngleiknum „Líf og friður“ nú á vordögum sem fékk gífurlega góðar viðtökur samfélagsins.
Þátttökugjald er 12.000 kr fyrir veturinn (fram í maí).
Skráning fer fram á netfanginu erla@keflavikurkirkja.is.
Taka þarf fram nafn og aldur barns, nöfn, netföng og símanúmer foreldra.