Kæri Keflavíkursöfnuður
Fermingarbörn Keflavíkurkirkju munu ganga í hús í söfnuðinum í kvöld, 5. nóvember frá kl. 17:30, og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta er árleg söfnun fermingarbarna um allt land fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda.
Við hvetjum íbúa í Keflavíkursókn til að taka vel á móti fermingarbörnunum sem ávallt hafa staðið sig með vel og safnað upphæðum til þessa verkefnis sem hefur komið sér vel á þeim svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi vandamál.
Hér er hægt að horfa fræðslu um þetta mikilvæga verkefni: https://www.youtube.com/watch?v=fDGVSUhkV4s&feature=youtu.be
Tvöþúsund vers í Biblíunni snúast um að hjálpa þeim sem minna mega sín.
„Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig“ (Matt. 25.35)