Barna- og unglingasöngstarf Keflavíkurkirkju
Keflavíkurkirkja býður uppá vikulegt söngstarf fyrir börn í 2.-5. bekk og 6. bekk og eldri.
Arnór Vilbergsson og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir hafa umsjón með söngstarfinu. Starfið fer fram í Kirkjulundi og hefst 16. og 17. september nk.
Starfið fer fram á eftirfarandi tímum:
• Barnahópur, 2.-5. bekkur mánudagar kl. 18-19
• Unglingahópur, 6. bekkur og eldri þriðjudagar kl. 18-19
Kórgjald er 5000 kr. fyrir haustönn.
Öll börn eru velkomin að koma og taka þátt í líflegu söngstarfi.
Skráning er rafræn og er hér linkurinn að finna: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfcNspGr6SAbncArTDWCp9Gaqltpww4d8kMH6epjj9mhJW34w/viewform