Við fögnum sumri með skátafélaginu Heiðarbúum. Skátaskrúganga

Farið verður í skrúðgöngu frá skátaheimilinu Vatnsnesvegi 101 að Keflavíkurkirkju kl. 12:30. Messan hefst klukkan 13:00 og hvetjum við alla til að mæta, unga skáta jafnt sem þá sem enn eru ungir í anda. Á eftir bjóða Heiðarbúar upp á skemmtidagskrá
í 88-húsinu frá kl. 15:00-18:00. Hoppukastalar, fullorðinshappdrætti, flóamarkaður, kökubasar, andlitsmálning og sjoppa á staðnum.