Sumardagurinn fyrsti er ekki kirkjulegur helgidagur en þó birtingarmynd af trúar- og vonardegi sem sýnir okkur staðfestu þjóðarinnar er við segjum að sumarið sé komið sama hvernig viðrar.

Þennan dag verður haldið í skrúðgöngu frá skátaheimili Heiðabúa að Keflavíkurkirkju kl. 12:30 og í framhaldi hefst skátamessa með Heiðabúum sem á sér langa sögu í Keflavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta.

Léttir sálmar og skátalög verða sungin og spiluð af Arnóri organista og Vox Felix. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn. Skátinn Erla Guðmundsdóttir verður presturinn.

Á þessum bjrtsýnisdegi Íslendinga er gott að koma í kirkju og leggja það sem veldur okkur vetri í huga í Guðs hendur og biðja um sól í hjarta, sól í sinni.

Messan hefst kl. 13 og við hvetjum unga og eldri skáta jafnt aðra að koma og njóta. Á eftir bjóða Heiðabúar upp  dagskrá í skátaheimili Heiðabúa að Hringbraut.