Sjómannamessa verður í Bíósal Duus Safnahúsa á sjómannadaginn 6. júní kl. 11.
Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða söng við undirspil og stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.
Safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar kynnir sýninguna Fast þeir sóttu sjóinn – Bátasafn Gríms Karlssonar.
Í lok dagskrár verður lagður krans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu.