Kæru vinir, á sjómannadag er messa í Duus húsum kl.11 sr.Fritz Már þjónar, Arnór Vilbergsson organisti og kór Keflavíkurkirkju leiða söng og tónlist, við verðum með skírn í messunni og hlökkum mikið til þess. Eftir stundina verður lagður blómakrans við minnismerki sjómanna á Bakkalág við Hafnargötu.

Kl.14.15 verður messa á Hrafnistu Nesvöllum og kl.15 á Hlévangi. sr.Fritz Már þjónar einnig þar ásamt Arnóri og félögum úr kór Keflavíkurkirkju.

Allir innilega velkomnir.