Sunnudaginn 17. mars kl. 11 er að vanda hefðbundin messa en að þessu sinni mun Sigurður Smári Hansson spila og syngja létta og ljúfa sálma í messunni. Garðar Guðmundsson og Fanney Petra Ómarsdóttir eru messuþjónar. Guðspjall dagsins segir frá Bartímeus blinda. Systa og Helga leiða sunnudagaskólann. Þorbjörg Óskarsdóttir og fermingarforeldrar reiða fram súpu og Sigurjónsbrauð. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar.