Samvera á aðventu fyrir syrgjendur í Ytri-Njarðvíkurkirkju 14. desember kl. 20:00

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum.

 

Jólasálmar

Ritningarlestur

Hugvekja

Bæn

 

Minningarstund: Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna

Kaffisopi, piparkökur og spjall eftir stundina

Umsjón hafa prestarnir á Suðurnesjum