Miðvikudaginn 7. mars kl. 17:30 verður samtal um sorg og sorgarviðbrögð í Keflavíkurkirkju. Flutt verður erindi þar sem fjallað verður um sorgina, birtingarmyndir hennar og leiðir til að vinna úr sorginni. Umsjón með samverunni hafa sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson. Allir eru innilega velkomnir.