Biblíudagurinn er sérstaklega helgaður bókinni sem breytir heiminum.  Hann er sunnudaginn 24. feb og þá kl. 11 verður árleg Rótarýmessa Keflavíkurkirkju.

Félagi Rótarýklúbbs Keflavíkur og menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar, listakonan Sossa, flytur hugleiðingu um hvernig hún sótti myndefni í bíblíumyndir er hún hélt sýningu á þeim verkum í Kirkjulundi haustið 2007. Í kjölfar veitti hún Keflavíkurkirkju að gjöf myndina Madonnan á Miðnesheiði sem prýðir Kirkjulund í dag.

Kvenraddir Kórs Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs organista á meðan karlaraddir kórsins matreiða súpu og bera fram fyrir kirkjugesti. Systa, Helga og Jóhanna bjóða upp á sunnusagaskólasund í Kirkjulundi. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn og sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar