Auk oss trú eru upphafsorð guðspjalls sunnudagsins 22. janúar. Þá kl. 11 er messa þar sem Rótarý- og Faxafélagar fjölmenna líkt og þeir gera ár hvert. Arnór leiðir kórfélagar og kirkjugesti í söng. Sr. Erla Guðmundsdóttir ásamt messuþjónum þjónar.

Á sama tíma er sunnudagaskóli í umsjón Systu, Unnar og Helgu.

Að venju er súpa og brauð í boði reidd fram af fermingarforeldrum og súpuþjónum.