Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í sjálfboðastarfi Keflavíkurkirkju í vetur eru velkomin í kvöldkaffi í Kirkjulundi miðvikudagskvödið 23. september kl. 2o.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir mun koma og gefa okkur uppbyggjandi orð á meðan við gæðum okkur á rabbabarapæ og rjóma með kaffisopa. 

Við hlökkum til að sjá bæði kunnuleg og ný andlit