Sunnudaginn 9. júlí verður farin pílagrímaganga að steinhellunni sem sr. Sigurður B. Sívertsen áði á í óveðri forðum tíð. Gengið verður frá Útskálakirkju og Keflavíkurkirkju kl 12:00. Gönguhóparnir mætast svo við Golfskálann í Garði og fá hressingu. Þá verður gengið frá Golfskálanum kl. 13:30 að steinhellunni, um einn kílómeter og þar er hægt að koma inn í gönguna. Við steinhelluna verður helgistund og þar segir Kristjana Kjartansdóttir frá sr. Sigurði og svaðilförum hans. Göngustjórar verða sr. Bára Friðriksdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Allt göngufólk hjartanlega velkomið!