Nú styttist í upprisuhátíð, páskarnir eru í vændum á pálmasunnudag 25. mars n.k. verður messa í kirkjunni okkar fallegu kl.11 að venju. Guðspjallið fjallar um innreið Jesú í Jerúsalem þegar fólkið breiddi klæði sín á veginn og veifaði pálmagreinum til að fagna komu hans en þannig var konungum fagnað á þeim tímum. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Boðið verður upp á súpu, brauð frá Sigurjónsbakarí, kaffi og samveru í Kirkjulundi eftir messuna. Hlökkum til að sjá sem flesta.