Sunnudaginn 3.febrúar kl.11 verður óskalagamessa í Keflavíkurkirkju, þá ætlum við að syngja sálma sem þið veljið. Við munum taka á móti tillögum á facebook og sömuleiðis í kyrrðarstundinni á miðvikudag. Sr.Fritz Már þjónar fyrir altari, Arnór og kór Keflavíkurkirkju leiða okkur í söng. Messuþjónar lesa ritningarlestra og sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir styrkri stjórn Systu og hennar fólks. Í guðspjalli dagsins sem er úr Matterusarguðspjalli segir frá því þegar Jesús gekk á vatninu. Að messu lokinni verður samvera í Kirkjulundi þar sem sóknarnefnd og fermingarforeldrar bjóða upp á gæðasúpu og brauð frá Sigurjónsbakaríi. Allir eru innilega velkomnir.