Sunnudaginn 30. október eru tvær messur í Keflavíkurkirkju.

Sú  fyrri er hefðbundin og hefst að venju kl. 11. Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla predikar útfrá Matteusarguðspjalli þar sem við erum minnt á að íhuga hverjum við gjöldum tolla í lífinu. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað á sama tíma og þar verður Sakkeus kynntur til leiks.

Síðari messa er svokölluð bleikmessa og hefst hún kl. 20. Síðustu ár hefur Keflavíkurkirkja verið upplýst bleikum lit í októbermánuði sem tileinkaður baráttunni gegn krabbameini. Messan er í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Kórfélagar syngja tesesálma undir stjórn Arnórs organista og sr. Erla leiðir stundina.