Sunnudaginn 18. október verða tvær messur í Keflavíkurkirkju en báðar með óhefðbundnu sniði.

Hinn fyrri er kl. 11 en þá er sunnudagaskóli á sama tíma. Sævar Helgi Jóhannsson og Birta Rós Sigurjónsdóttir sjá um tónlistarflutning. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. Súpa og brauð að lokinni stund.

Síðari messa þessa dags er kl. 20 er í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Úlfar Hermannsson deilir reynslu sinni með kirkjugestum. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn organistans. Sara Dögg Gylfadóttir og Birna Rúnarsdóttir leika á þverflautu. Prestar eru Eva Björk Valdimarsdóttir og Erla Guðmundsdóttir.