Á miðvikudaginn í hádeginu fjallar Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir um heilsueflandi samfélag en Reykjanesbær hefur leitað til hennar um að leiða stefnumótun bæjarins í málefnum heilsu og heilbrigðis. Að vanda hefst samveran á kyrrðarstund. Að því loknu er boðið upp á dásamlegar veitingar sem gæðakonur reiða fram. Og loks hlýðum við á erindi Sigríðar Kristínar og spjöllum um þetta brýna málefni. Allir eru velkomnir!