Kæru vinir, nú styttist í jólin og við í Keflvíkurkirkju hlökkum mikið til. Á aðfangadag verða þrjár guðsþjónustur í fallegu jólakirkjunni okkar. Sú fyrsta er klukkan 16:00 á aðfangadag en þá verður hátíðar barna- og fjölskyldustund þar sem jólaguðspjallið er sett upp af börnum sem sækja stundina og jólasálmar sungnir. Prestar eru sr.Erla Guðmundsdóttir og sr.Fritz Már Jörgensson. Klukkan 18:00 er hátíðarguðsþjónusta þar sem sr.Erla og sr.Fritz þjóna fyrir altari og kór kirkjunna undir stjórn Arnórs flytur okkur fallega tónlist. Miðnæturstund undir nafninu Nóttin var sú ágæt ein verður síðan klukkan 11:30 en þá þjónar sr. Erla og Kóngarnir okkar flytja yndistónlist. Á jóladag kl.14:00 verður hátíðarguðsþjónusta þar sem kór Keflavíkurkirkju syngur og sr. Fritz þjónar fyrir altari. Við hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni.