Sunnudaginn 13. janúar kl. 11 verður allt með hefðbundnum hætti í Keflvíkurkirkju. Messa með söng kórfélaga við stjórn Arnórs organista. Ásamt sunnudagaskóla í umsjón Systu, Helgu og Jóhönnu Maríu er bjóða uppá gæðastund. Guðspjall þessa sunnudags segir frá er Jesús var skírður í ánni Jórdan af Jóhannesi og himnarnir opnuðust. Linda Gunnarsdóttir er messuþjónn og sr. Erla predikar, biður og blessar. Borðsamfélag er í höndum fermingarforeldra sem bera súpu og brauð fyrir öll sem koma.